Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vor Guð hann er svo voldugt skjól

Fyrsta ljóðlína:Vor Guð hann er svo voldugt skjól
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccdd0
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

„Þetta er sálmur Lúthers, „Ein feste Burg ist unser Gott“, út af 46. sálmi Davíðs; virðist Marteinn byskup hafa farið eftir hinni dönsku þýðingu, „Vor Gud han er saa fast en Borg“, en þó féll niður síðasta er., svo að í þýðingu hans eru erindin aðeins 3. Þýðingin finnst ekki annarstaðar.“ (PEÓl, bls. 58)
Deus noster refugium. Ps: XlVi. Um þakkargjörð
1.
Vor Guð hann er svo voldugt skjól,
verja fyrir oss og skjöldur.
Hann leysir oss, sú líknarsól,
frá langri nauð oss heldur.
Sá gamli grimmi óvin
grípur hann allt til sín,
makt og margan prett
móti oss hefur til sett,
á jörðu er ekki hans líki.
2.
Vor eigin makt er einskisverð,
allir verðum snart undir.
Styrk hönd fyrir oss í stríð er gjörð,
stoltir þeir verða bundnir.
Kannt þú hann kenna hér,
Kristur hann heiter,
drottinn allsherjar,
í dýrð einn Guð hann er,
hann skal sigurinn halda.
3.
Þó veröldin djöfla væri full
og vildi oss alla gleypa
óttunst vér ekki allt það krull,
að öngu verður sú sneypa.
Þó heimsins höfðingi hér
harðlega ybbi sér
getur hann gjört ei prett
því Guð hefur dæmt hann rétt,
eitt Guðs orð getur hann bundið.
Finis