Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Gef þú oss þinn gæsku frið

Fyrsta ljóðlína:Gef þú oss þinn gæsku frið
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

„Sálmurinn er 3 er., hið fyrsta frumorkt af Lúther, „Verleih uns Frieden gnadiglich“, en hin er. þekkjast aðeins í dönskum sb., svo að ætla má, að Marteinn Byskup hafi þýtt sálmin þaðan, ef ekki er glataður viðauki þessi og hafi verið frumorktur á þýsku. Þýðingin finnst ekki annars staðar.“
Da Pacem
1.
Gef þú oss þinn gæsku frið
Guðs son um vorar tíðir
því þar er ekkert annað lið
að fyrir oss það stríðir
– utan Guð sem öngu kvíðir.
2.
Lát þú oss óttast öngvann mann
hann er sem gras fölnandi
því að af moldu þú gjörðir hann,
þín makt er æ blífandi
– því lát oss þig einn óttandi.
3.
Ef að vér hljótum harm og ve
hvað langt það kann vara,
sjálfur Guð svo lætur ske,
sinn son hann vildi ei spara,
– því skulu vér þá frí fara.