Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kristur af föður oss fenginn

Fyrsta ljóðlína:Kristur af föður oss fenginn
Ætlaður höfundur:Elizabet Creutziger
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þríkvætt AbAbCCb
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þessi sálmur, sem er 6 erindi, er venjulega eignaður Elizabet Creutziger og hefst svo á þýsku: „Herr Christ, der einig Gottes Sohn“. Marteinn sýnist hins vegar þýða eftir dönsku þýðingunni, „Herr Christ, Gud Faders enbaarne“. Þýðing Marteins var ekki tekin upp í síðari sálmabækur (Sjá PEÓl, bls. 56).
Einn lofsöng af Kristo.
1.
Kristur af föður oss fenginn
sem er hans eilíft ráð;
af hans hjarta út genginn
opið sem skrifað stár.
Hann er sú morgunstjarna
hjörtun upp lýsir svo gjarna
með sinni miskunn klár.
2.
Fyrir oss aumar þjóðir
hann allan manndóm bar,
meydóm sinnar móður
mátti ei krenkja par,
dálegan djöful nam fjötra,
dró oss til himna setra
og lætur oss lifa þar.
3.
Þú munt oss þá náð senda
þig nú rétt að forstá,
í einum kærleik enda,
í anda þér þjóna svo
að vér þinn sætleik smökkum
svo að vér hjörtum klökkum
og finnum svo fulla ró.
4.
Þú skapaðir skepnur allar
skjótt með föðursins kraft;
orð þitt að oss kallar,
það er sterk guðdóms makt;
því munt þú þau oss senda,
þér til hjörtun um venda
sem eflaust er oss sagt.
5.
Hirt þú oss helst með góðu
og hjálp með styrk og náð,
firr oss fári og voða
og fáum þess allvel gáð
og girnust aldri annað
en Krist orð fái að sanna
og ei sjá annað ráð.
6.
Guð vorn þanka greiði
og gamla Adam vorn
allan í oss deyði
svo hinn yngri fái stjórn
að vér aldregi meirum [!]
líkamans lyst býgetum
og þenkjum á þína fórn.