Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Einn lofsöngur um Kristí fæðing

Fyrsta ljóðlína:Heiðra skyldi heimsins byggð (þýðing)
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er þýðing á fornlatínskum himna, „Resonet in laudibus“. Hefur Marteinn annað hvort þýtt hann eftir þýskri glataðri þýðingu eða danskri þýðingu, „Al den ganske Kristenhed“, í Sálmabók Cl. Mort. Þessi þýðing Marteins var ekki tekin upp síðar. (Sjá PEÓl, bls. 55).
1.
Heiðra skyldi heimsins byggð
himnakóngsins stóru dyggð
fyrir þá miklu mannsins frygð
sem er nú skeð og spáði Esayas.
Engils orð uppfylldust nú
eya, eya.
Jungfrú fæddi fríðan svein
sem Guð faðir sagði þeim í fyrri tíð:
Nú er fæddur frelsarinn sá, frelsarinn í Ísrael
svo af jungfrú sem það sagði Gabríel.

2.
Kóngur himnanna kom til vór,
kænliga hann með þessu fór,
hlaust oss af því hjálpin stór
sem er nú skeð og spáði Esayas.

3.
Allt mannkyn var tapað og týnt
tók því Guðs son ráðið brýnt,
hjálpir allar hefur oss sýnt
sem er nú skeð og spáði Esayas.

4.
Djöfullinn fékk oss fangið því
falslærdóm hann leiddi oss í.
Kristur hefur nú keypt oss frí
sem er nú skeð og spáði Esayas.

5.
Sá er nú tíminn frægur á Frón
forðum sögðu spámenn von
að Guð sendi oss sinn son
sem er nú skeð og spáði Esayas.

6.
Sá er Guðs son gabbar svo,
gengur ei hans stígu á,
hann kann ei þær hjálpir fá
sem er nú skeð og spáði Esayas.

7.
Hver að syndum hafnar nú,
hans miskunnar biður af trú,
nóglig fæst þá náðin sú
sem er nú skeð og spáði Esayas.

8.
Hjálparinn hefur oss það forþént,
hér til hefur hann Guð út sent,
hefur oss af því he[i]llin hent
sem er nú skeð og spáði Esayas.

9.
Þakkir verði þér, vor Guð,
þín skulum vér nú halda boð;
hann er sá oss hjálpar af nauð
sem er nú skeð og spáði Esayas.