Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hver sem vill hólpinn hér

Fyrsta ljóðlína:Hver sem vill hólpinn hér
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Enn sami sálmur [þ.e. Sálmurinn Beati omnes] upp á ný útsettur af D.P.Pall. með sömum nótum
1.
Hver sem vill hólpinn hér
í heimi vera
við herrans orð og ótta
æ skal blífa.
2.
Þinn eilífa æðsta Guð
skalt alltíð dýrka,
í hans trú og skal hann þig
alltíð styrkja.
3.Þú átt og alltíð þinn Guð
þann veg æra,
þitt handafl skal þig hér
og þína næra.
4.
Frjósamleg mun þín húsfrú
hjá þér vera
sem víndrúfu viðartré
það vel kann bera.
5.
Svo munu og sjálfs þín börn
sitja sem lystir
um kring þitt eigið borð
í sem olíu [!] kvistir.
6.
Svo mun og sá mann
af Guði signaður vera
sem hann vill af hjarta og munni
heiðra og æra.
7.
Herrann mun hér í heimi
hann vel spara
og allt hans með sitt ágætt
orð bívara.
8.Að þú mátt sjá þín barna
börn vel lifa
og eilífur friður Ísrael
mun blífa.
9.
Hér til úrskurðum vér
nú allir saman
segjandi hver af hjarta:
amen, amen.