Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Einn sálmur að syngja eftir predikun. Deus misereatur ...

Fyrsta ljóðlína:Heyr, mildur Guð, miskunna þú (þýðing)
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcDD
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1550
Tímasetning:1555
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er eftir Lúther (4 erindi) – ortur út af 67. sálmi Davíðs „Es wollt uns Gott genädig sein“. Lofsöngserindið (4. erindi) aftan við „Heiðrum Guð föður himnum á (Gott Vater sei von uns gesagt) fylgdi oft sálminum í þýskum sálmabókum og það tók Guðbrandur biskup upp (Sb 1589) (sjá PEÓl, bls. 53 og 176)
1.
Heyr, mildur Guð, miskunna þú
og miðla oss blessan þína;
þitt andlit upp á jörðu nú
yfir oss lát þú skína
svo *vér kynnum hér vel forstá
hans verk og heilagan vilja.
Ó, Kristus Jesús kenn oss þá
kyn heiðið ekki dylja,
*hve skýrt þeir mættu skilja.
2.
Vér lofum Guð og þökkum þér
þitt heiðna fólk yfir alla
því gjörvöll löndin gleðjast hér
sem Guðs nafn upp á kalla
að þú dæmir rétt þjóð og lönd
þitt fólk og í þann máta
vakti þín orð vort líf og önd,
vér af því gjörum oss káta
sem á slíkt sig forláta.
3.
Vér lofum Guð og þökkum þér
þitt fólk af öllum vilja
því að jörðin sinn ávöxt ber
orð þitt má enginn hylja.
Guð faðir oss blessi og Guðs son,
Guð blessi oss heilagur andi
því óttast skal þig allt mannkyn
á ysta heimsins landi.
Amen það alltíð standi.
4.
Heiðrum Guð föður himnum á
sem hverskyns hefur að ráða
svo um hans son að segjast má,
sá hefur oss frelst af voða.
*Heiðrum vér helgann anda með,
hann veitir oss gjafir sínar,
sú heiðran var fyrir heiminn skeð,
hún er og aldri dvínar;
unn oss Guð náðir þínar.