Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Víga-Styr

Fyrsta ljóðlína:Gustmikill og glæstur var
Heimild:Kolbeinn Högnason: Kurl bls.220
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1946
1.
Gustmikill og glæstur var
garpur mestur vestra fyr.
Vörpulegur Víga-Styr
var af mörgum talinn gegn.
Hlut ei gætti hófsemdar
hryðjuverka mestur þegn.
2.
Vígreifur, ei vikaseinn.
Verk hans urðu mikið ræmd.
Honum hvers manns sitja á sæmd
sýndist þykja næsta létt.
Hnefaréttinn aðeins einn
áleit vera nokkurn rétt.
3.
Yfirgangs á ystu nöf
öll hans sporin voru þrædd.
Hefnigirnin holdi klædd
hóf upp axarstálið blátt.
Vélráð greidd sem vinargjöf,
vopnið borið djarft og hátt.
4.
Bótum engum bætti menn
berserksgangs á hrjósturmörk.
Hefndin reit á helga örk
hryðjuverkin ómakleg.
Fullan mælinn sá hún senn,
svívirðinga lokið veg.
5.
Launað fékk hann lambið grá.
Lítið fyrir kappann sveif.
Smámennisins höggið hreif,
honum það að fullu reið.
Gat hans lækkað Gestur sá
geipidramb og vald um leið.
6.
Stundum líkum Styrs svo fer.
Steypa þeim oft smáir menn.
Stæld hér skapgerð Styrs er enn,
stækkuð þannig lítil mál.
Geymd og hefndin Gests þar er
grafin dýpst í þjóðarsál.