Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Lesin ný bók

Fyrsta ljóðlína:Nú ertu hrygg og sjúk, mín sál
Viðm.ártal:≈ 1925
Nú ertu hrygg og sjúk, mín sál,
og sér ei nema húm og tál,
þér lokast lífsins vegir
af ólyfjan sem eg þér las,
ég ætla að taka Matthías
og sjá hvað skáld mitt segir.

Þú les hann, og þér líður vel.
Þú les hann, og þú skilur hel.
Þú les, þig langar yfir.
Þú les, og kemst í ljóssins geim.
Þú les, og elskar menn og heim.
Þú les hann, og þú lifir.