Borðsálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Borðsálmur

Fyrsta ljóðlína:Að sama borði bar oss fyrst
bls.173
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1875
Að sama borði bar oss fyrst,
á brjósti móður lifnærðist
hvert barn í heiminn borið;
oss skorti auð og allan styrk
og öllum jafnt var leiðin myrk
við fyrsta ferðasporið.

Og sama brunni ber oss að,
þótt búi hver á sínum stað
og mörg sé mannsins ævi:
að lokum verður leiðin jöfn,
vér lendum brátt í sömu höfn
hjá breiðum banasævi.

Við eitt og sama brúðkaupsborð
oss bekkjar Drottins kærleiksorð,
og gerir enga greining;
guðs andi sættir allt vort stríð,
hans armur jafnar rúm og tíð
og blessar ást og eining.

Því bindum glaðir bræðralag
og brauðs vors neytum sérhvern dag
í skjóli Herrans handar.
Því drottinn gefur gjafir auðs,
hann gefur sérhvern mola brauðs
og seður allt sem andar.