Vorvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorvísur

Fyrsta ljóðlína:Vordagar blíðir, unga ár
bls.30–31
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Vordagar blíðir, unga ár,
ilmsæti blær,
blómskrýddu hlíðar, himinn blár,
heiðskír og tær!
Þú gullöld árs, sem unun býr
og yngir hug,
svo lifnuð önd við ljósi snýr,
lyftist á flug.
2.
Svartþoku hryggðar raka rjúf,
rósfingruð dís,
sem blám af austurleitum ljúf,
ljósvængjuð rís;
ó, blessa nú um byggðir lands
hvert blóm og strá,
hvert vonar blóm í brjósti manns
sem bærast má.
3.
Náttúran fögur, eilíf, ung,
ég elska þig,
hvort lífs míns kjör eru létt eða þung,
þú lífgar mig,
ef sjúkt er hold og sál mín hrygg
þú svölun lér,
sem barn við móður brjóst ég ligg
á brjóstum þér.
4.
Þú kallar og í kyrran lund
ég kem til þín,
að heilsa sól í morgunmund,
þá mærust skín;
ó, bú þú, móðir, barni frið
und bjarka sal,
með sætum nið og söngva klið
í sumardal.