Alla skaltu ævi langa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Alla skaltu ævi langa

Fyrsta ljóðlína:Alla skaltu ævi langa
Heimild:Lbs 162 8vo.
bls.134
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Þululjóð
Alla skaltu ævi langa
inna frá þeim gáfum há þér guð nam tjá
er himin gjörði og heimsins tanga,
hann lét gljá á landa skjá svo birtu ei brá,
ljúft skal hann því lofgjörð fanga
láttu sjá hans andi já, þér hvíli hjá.
Ef lukkugötu gjörirðu spranga
geðs um krá þín lund sé smá í ræmu rá
en hvörn sem gjörir styrjöld stanga
ævina kljá um tíma þrjá þó tign sé smá
þó holdið gjöri móti manga
minnstu þá þar jafnframt á hvert leiðin lá
að mettast undir myrkra dranga
og með honum gá með syndaskrá í svikagjá.
En Guðs son bætti glæpi ranga,
sig gjörði ljá í eymda stjá og stundi af þrá
á krossinum nakinn hlaut að hanga
frá hvirfli að tá, hann lét sig slá og þunglega þjá
dýrstur þoldi dauðann stranga
á deginum frjá hans sárin slá af bólgu blá
því er synda slitin slanga
slæm þeim frá sem trúnni á hans nafni ná
í hafsins djúpið hann réð ganga
hvítari en snjá hann gjörir þá sem tryggðir tjá
en þó sorgin væti vanga
og veröldin flá oss gjöri að hrjá sem stormur strá
þá dauðinn fer á dyrnar banga
dvelja ei má því fyllast á hin forna spá
með fagnaðarbrauði fæð oss svanga
faðir abbá, þér sjálfum hjá, vor Jehová!


Athugagreinar

Margrét Eggertsdóttir bjó til skjábirtingar.