Sumarmál | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sumarmál

Fyrsta ljóðlína:Það rís upp hvert líf þegar röðullinn skín
Höfundur:Bjarni Lyngholt
bls.90
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1910
1.
Það rís upp hvert líf þegar röðullinn skín.
Það reigist hver eik þegar stormurinn hvín.
Hver dögg flytur gróður í dalinn.
Ef slekkurðu ljósin, þá lykur þig nótt,
en leggirðu’ í orrustu en hafir ei þrótt
þá flýrðu’ eða fellur í valinn.
2.
Þess vegna – viljirðu vera til gagns,
vinnandi partur hins eilífa magns –
þá verðurðu’ að vaka og starfa.
Hver orsök er myndarðu, afleiðing ber;
og árangur fylgir – hvort nokkur það sér –
ef unnið er eitthvað til þarfa.
3.
Það liggja svo ótal mörg ósprottin fræ
á útkjálkum heims og í menningar bæ
sem féllu við frostið og bylinn.
Ef mælta þeim sumarmál, sólskin og regn,
og sjálfstæði skýlir þeim vorhretum gegn,
þau lifna við ljósið og ylinn.