Bæn á eftir samkomu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bæn á eftir samkomu

Fyrsta ljóðlína:Ó, veit þú mér bæn, er í veldið þitt kem
bls.260
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1903
1.
Ó, veit þú mér bæn! er í veldið þitt kem,
þú vistráður herbergja! yfir þeim sem
af jörðu í föðurhús flytja:
Æ, settu mig þar sem á hávaða er hlé!
Þó húsrúmið lítið og óskrautlegt sé
og garðs-hornlegt sé þar að sitja.
2.
Á jörð hef’ eg furðast það beljandi brölt,
það brakandi fótþóf og mál-rokka skrölt
með hvinum og dúandi duni,
og allt þetta samkvæmis argafas,
og allan þann troðning og gjallanda-þras
sem húsinu lægi við hruni.
3.
Hver fjöl slóst í leikinn, og innanstokks allt
varð uppvægt og hamslaust og byltist og valt
sem strákar við stökkdans í polli –
sem hvirfil-byl hýtt væri um hurðir og skáp
og hlaupinn djöfull í sérhvern kláp:
Einn þjótandi, skröltandi skolli.
4.
Og mér er sú ánægja eilífðar-nóg!
Í umskipti langar mig, spakferð og ró –
hef’ eg í bráðræði beðið?
Því elskuðu landar, það hliðrast ei hjá,
að himinlangt verður á milli okkar þá
sé kvöðin veitt eins og er kveðið.