Sigríður Sigurðardóttir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigríður Sigurðardóttir

Fyrsta ljóðlína:Ef jeg er að gá yfir gróandi sveit
bls.319
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1911

Skýringar

Undir heiti stendur: „kona Skúla læknis Árnasonar í Skálholti.“
Sigríður fæddist 1861 en lést 7. maí 1911.
1.
Ef ég er að gá yfir gróandi sveit,
hvar góðmennskan kyrrláta yljar sinn reit,
til hennar ég huganum renni.
Og þá er hér meira en ég ætlaði af yl,
og öðru því fleira, sem hún átti til,
ef lítið er horfið með henni.
2.
Við keyrum um rausnarleg höfðingjaból,
af hetjum, sem móðirin bóndanum ól,
af veislum og viðhafnardögum.
En hver lét í dagslitið heiðurinn sinn?
Og hver bar þar mönnunum sólskinið inn?
Þeir smámunir sjást ekki í sögum.
3.
Þeir leituðu þangað, sem þörfnuðust yl,
og þurftu ekki fylgdar, sem áttu ekkert til.
Þeir þekkja, þótt þeir séu smáir.
Það sást engu hreykt þar sem Sigríður var,
en samt lærðist óvíða betur en þar
að sjá hvað er gull þar sem gljáir.
4.
Hjá vinfáu blómunum vakti’ hún og sat,
sem verða undir hæl, því þau duga ekki í mat,
en skemmta með götunni og skreyta.
Og einum er færra, sem lék sér við ljóð,
sem leita eftir vinum, en feilin og hljóð,
með vorinu á veginn til sveita.
5.
Og stjaman hin hlýja, sem hjá okkur skín,
er hugljúfa Sigríður, minningin þín.
Hún rann þegar sigin var sunna;
og ljósustu geislana á leið hennar ber,
sem ljóðin og vorkvöldin átti með þér,
og allt sem var sælast að unna.