Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Til stjúpu minnar

Fyrsta ljóðlína:Um hana eg yrki er unni ég mest
Höfundur:Einar H. Kvaran
Heimild:Einar H. Kvaran: Ljóð bls.116
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBccB
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1875–1925
[þegar hún giftist föður mínum]
1.
Um hana eg yrki, sem unni ég mest,
sem allra manna var mér best,
mér aldrei neitt augnablik gleymdi,
um hana, sem átti það blóð sem eg ber
og bar mig alltaf í hjarta sér
uns gröfin allt saman geymdi.
2.
Um hana, sem ekkert eins angraði strangt
og ef ástvinir hennar gjörðu eitthva rangt,
bar annars oftast meðð hreysti
sinn höfuga, þreytandi, harða kross,
um hana, sem alltaf bað fyrir oss
þann guð sem hún trúði á og treysti.
3.
Um hana, – eg veit að þið vorkennið mér
og virði heldur til góðs að eg fer
þá strengina hljómdöpru að hræra,
en víst er að hvar sem um heiminn eg fer
þá hvarflar hún æ fyrir sjónum mér,
en einkum er sorgirnar særa.
4.
Eg til þín yrki, sem tekur í arf
af tárum vígt og svo dýrmætt starf
sem ekki hún entist til lengur;
og ég er öruggur orðinn nú,
fyrir ævalöngu ég vissi að þú
ert göfug, ert góður drengur.
5.
Og þú munt æ elska þennan mann
því þar færðu góðan og drenglyndan mann
sem aldrei við illt var kenndur,
sem ætíð er sannur við öll sín mál,
ann öllu því besta í mannlegri sál
hvernig og hvar sem stendur.
6.
Og vertu honum alltaf aðstoð sterk,
legg ástina sjálfa inn í hvert þitt verk
svo hlýtt og svo hjartanlega.
Hann hefir oft verið með vota kinn,
en veittu nú straumum af sólskini inn
þar sem dimmt var af tárum og trega.