Ætti ég hörpu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ætti ég hörpu

Fyrsta ljóðlína:Ætti ég hörpu hljómaþýða
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.30
Bragarháttur:Breiðhent eða breiðhenda
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1917
Flokkur:Ástarljóð
1.
Ætti ég hörpu hljómaþýða,
hreina, mjúka gígjustrengi,
til þín mundu lög mín líða,
leita þín er einn ég gengi.
2.
Viltu, þegar vorið blíða
vefur rósir kvölddögginni,
koma til mín, kvæði hlýða,
kveðja mig í hinsta sinni.
3.
Lífið allt má léttar falla,
ljósið vaka í hugsun minni,
ef ég má þig aðeins kalla
yndið mitt í fjarlægðinni.
4.
Innsta þrá í óskahöllum
á svo margt í skauti sínu.
Ég vildi geta vafið öllum
vorylnum að hjarta þínu.
Um 1917