| Kvæða- og vísnasafn Kópavogs
Kvæða- og vísnasafn Kópavogs

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (15)
Drykkjuvísur  (1)
Háðvísur  (1)
Lífsspeki  (1)
Níðvísur  (1)
Trúarvísur  (1)
Þingvísur  (1)
AAAA6

Álftnesingur úti liggur og aldrei sefur

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd (f. 1945) lærði vísuna þannig.


Tildrög

Benedikt Gröndal hefur vísuna í Dægradvöl, bls. 4, og hefur þar fyrsta orðið, „Álftnesingurinn“, með greini en að öðru leyti eins. Algengara mun vera að hafa orðið án greinis og þannig er hún víða prentuð.

Skýringar

Benedikt Gröndal segir vísuna svo til komna í Dægradvöl: „Hinn frjóvsamasti partur af Bessastaðanesi liggur á milli beggja tjarnanna [þ. e. Bessastaðatjarnar og Lambhúsatjarnar]. Um fjöru verður Lambhúsatjörn græn af marhálmi, og er þar farið í maðkafjöru, og þaðan er komin vísan:

„Álftnesingurinn úti liggur og aldrei sefur,
dregur meira en drottinn gefur
dyggðasnauður maðkanefur.“
Álftnesingur úti liggur og aldrei sefur,
dregur meira en drottinn gefur
dyggðasnauður maðkanefur.