Hafið | Kvæða- og vísnasafn Kópavogs
Kvæða- og vísnasafn Kópavogs

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (2)

Hafið

Fyrsta ljóðlína:Aldan smá og yndisleg
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Úr vélrituðu safni, ljóð og lausavísur, eftir Ragnhildi Lýðsdóttur úr safni Adolfs Petersen í Héraðsskjalasafni Kópavogs.
Aldan smá og yndisleg
ekkaþrungin grætur,
ætli hún þrái eins og ég
yl og bjartar nætur.

Alein þaut hún upp á grund
undir fjörudrangann
og með sinni mjúku mund
mér hún strauk um vangann.

Hún í skyndi frá mér flaut
fram að næsta skeri,
á því hornin af sér braut,
út á haf svo réri.

Við höfum okkar brotið bát,
á blindu skeri kífsins,
og þess vegna orðið mát
á taflborði lífsins.