Kvæða- og vísnasafn Kópavogs

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (2)

Haustvísur

Fyrsta ljóðlína:Sest eg fangin fagra kveld
Viðm.ártal:

Skýringar

Úr vélrituðu safni ljóða og lausavísna Arnleifar Lýðsdóttur úr safni Adolfs Petersens í Héraðsskjalasafni Kópavogs.
Sest eg fangin fagra kveld,
fjörudrangann undir.
Hafs við vang á himins eld
horfi langar stundir.

Heyrist gnöldur hafi frá,
hrærast ölur kvikar.
Himins tjöldum heiðum á
hnattafjöldinn blikar.

Norðurljósin letra þar
leifturrósir gylltar.
Ægisdrósir dimmbláar
dansa á ósi stilltar.