Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Frá armaveldi ungmeyjar
er ég hrelldur fældur.
Nú er eldur æskunnar
orðinn heldur kældur.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Ágæt vil eg þér óðinn færa
Ágæt vil eg þér óðinn færa,
yfirvoldugust himna kæra,
lofað sé þetta lífið skæra,
ljúfust jungfrú Máríá.
2. Mjúkust láti miskunn sína
móðir drottins yfir mig skína
svo dikta mætta eg dásemd þína,
dýrust jungfrú Máríá.
3. Fögnuðum þínum fimm skal hrósa,
frægiligasta vífið ljósa,
vináttu þína virðar kjósa,
voldug jungfrú Máríá.
4. Bart-tu þá fyrir brjósti þínu
blessaðan kóng sem þoldi pínu
á líkamsholdi ljúfu og fínu,
lofsæl jungfrú Máríá.
5. Fagnaður bar þér fagur til handa,
er fæddir skaparann himins og landa,
seggjum láttu ei syndir granda,
signuð jungfrú Máríá.
6. Öngrar sóttar á þér kenndi,
ýtum flestum hjálpina sendi,
leys þú oss með líknarhendi,
lofsæl jungfrú Máríá.
7. Annan fögnuð eg vil greina
er ágætast fékk vífið hreina,
eyðing ertu allra meina,
ástsöm Jungfrú Máríá.
8. Björtust hafði brúður með höndum
bestan kóng þann stýrir löndum,
víst mun hjálpa vorum öndum
vænust j›ung‹frú ›Máríá‹.
9. Englar lofuðu allir blíða
yfir skínandi drottning fríða,
bálið mun kunna best að þíða,
blessuð jungfrú Máríá.
10. Fædda hefir þú frægðina alla,
fæ eg það skýrt með orðum varla,
ýtar flestir á þig kalla,
allbjört jungfrú Máríá.
11. Mildibrunnurinn máttu heita,
mjúkust sæmdin allra sveita,
höldar til þín hjálpar leita,
hreinust jungfrú Máríá.
12. Þinn fögnuð í þriðja sinni
þegnar trú eg á bókum finni,
signuð hjálp þú sálu minni,
sætust jungfrú Máríá.
13. Kóngar þrír með kórónu fríða
*kvómu til þín sem skrifað er víða,
offruðu þér með ástúð blíða,
ágæt jungfrú Máríá.
14. Brúðurin þessi er best af fljóðum,
björt og skær í meydóm góðum,
forða þú oss við feikna glóðum,
frægust jungfrú Máríá.
15. Signuð hjálp þú seggjum öllum
í syndir því að vær einart föllum,
oss heyr þú er á þig köllum,
ærlig jungfrú Máríá.
16. Himnesk ertu, heiðurinn manna,
höldar mega það allir sanna,
köppum muntu kvalirnar banna,
kærust jungfrú Máríá.
17. Fjórða vil eg þinn fögnuð skýra,
fegursta víf og mær hin dýra,
kappar mega þig kalla hýra,
klárust jungfrú (Máríá).
18. Sonar þíns pínu sáttu, en skæra,
signuð frægðin, heiður og æra,
gefur þú öllum gott að læra,
göfugust jungfrú Máríá.
19. Eftir það réð upp að rísa
yfirkonungur sá vér skulum prísa,
hjá þér eigum vér hjálpina vísa,
hreinust jungfrú Máríá.
20. Fögnuð af þessu frá eg þig hljóta,
frægast vífið allra snóta,
þín munu flestir þegnar ›n‹jóta,
þýðust jungfrú (Máríá).
21. Kvennaheiður og kur›t‹eis blómi,
kallast máttu hinn mesti sómi,
víða trú eg að vegur þinn ljómi,
voldug jungfrú Máríá.
22. Fimmta birti eg fögnuð þenna,
fríður gimsteinn allra kvenna,
syndir lætur af seggjum renna,
signuð jungfrú Máríá.
23. Dýrðina þína, drottins móðir,
diktuðu og sungu englar góðir,
hafin var upp á himna slóðir
hreinust ungfrú Máríá.
24. Görpum veitir gleðina mesta,
get eg að það muni öngum bresta,
úr kvölunum leiðir kappa flesta
kærust jungfrú Máríá.
25. Djarft var mér að dikta um slíka,
dásamligasta blómið ríka,
enginn finnur yðvarn líka,
albjört jungfrú Máríá.
26. Fyrirlátið mér, frægðin blíða,
eg fýsunst óð um yður að smíða,
bæði sviptu mig böli og kvíða
björtust jungfrú Máríá.
27. Föður og móður frels þú mína,
frændur og syskin lát ei pína,
mjúkust, veittu oss mildi þína
mætust jungfrú (Máríá).
28. Drengi trú eg við dóminn hrædda,
dapra og pipra í syndum mædda,
lát þú flesta lýði grædda,
lofsæl jungfrú Máríá.
29. Glöggt veit eg fyrir ›g‹læpi mína
gjöra mig fjandur sárt að pína,
nema þ›ú‹ komir með náðina þína,
nýtust jungfrú (Máríá).
30. Móðir drottins mæt og hin blíða,
mýktu reiði sonar þíns fríða
so kvalirnar mætti af köppum líða,
kærust jungfrú (Máríá).
31. Bið eg mér hjálpi brúðurin þessi,
björt og skær var kvödd með versi,
á himnum er í hæstum sessi
háleit jungfrú Máríá.
32. Signuð ertu, sæmdin landa,
sannlega prýdd af helgum anda,
leys þú oss frá ljótum anda,
loflig jungfrú Máríá.
33. Þessi trú eg að þegnum hlífi
þá vér mæðunst fast í kífi,
sjá þú nú fyrir sálu og lífi,
sætust jungfrú Máríá.

Höfundur ókunnur