Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
1085 bragarhættir
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Ísland, Þér slapp aldrei hönd
öll af barni þínu!
þó það fengi í fjarri lönd
fargað leiði sínu.
Stephan G. Stephansson

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Hvarf séra Odds frá Miklabæ 3–6
„Vötn“ í klaka kropin
kveða á aðra hlið,
gil og gljúfur opin
gapa hinni við.
Bergmál brýst og líður
bröttum eftir fellum.
Dunar dátt í svellum:
Dæmdur maður ríður!
________
4. Þegar ljósið deyr er allt dapurt og svart,
með deginum vangi bliknar.
Nú vaknar af rökkurmoldum margt, –
í minningum dauðum kviknar.
Þótt beri þig fákurinn frái létt
svo frosnum glymur í brautum
þú *flýr ekki hópinn, sem þyrpir sér þétt,
þögull í hvilftum og lautum.
5. Hver andvökunótt, hver æðrustund,
alin í beyg og kvíða,
sjálfframdar hefndir sjúkri lund
saka, er ódæmdar bíða,
í lifandi myndum þig einblína á
með augum tærandi, köldum,
og svipinn þeim harmar liðnir ljá
frá lífs þíns einverukvöldum.
6. En hálfur máni af himinleið
slær helbjarma á mannanna ríki
og merkir skarpt þína miðnæturreið
á melinn í risalíki.
Þín fylgja, hún vex og færist þér nær
þótt á flóttanum heim þú náir
því gleymskunnar hnoss ei hlotið fær
neitt hjarta sem gleymsku þráir.

Einar Benediktsson