Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Menn í skála Héðni hjá
hetjuljóðin kveðnu á
hlýddu, skáldum skýrum frá
skemmtun hlutu dýra þá.
Sveinbjörn Beinteinsson

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Dagur reiði, dagur bræði
Dagur reiði, dagur bræði
drekkir jörð með logaflæði,
votta heilög völufræði.
2. Dauðans ógn er Drottinn alda
dóm í skýjum fer að halda,
öllum makleg gjöld að gjalda.
3. Hátt mun lúður ljóssins gjalla,
lifendur og dauða kalla
fyrir dóminn Drottins alla.
4. Dauðinn mun í felur fara
framliðnum þá sér hann skara
stefnt úr gröfum Guði að svara.
5. Fram er borin bókin fróða,
birta mun sú allra þjóða
vitnisburði, vonda, góða.
6. Drottinn síðan dæma tekur,
dulsmál hvert af svefni vekur;
kemst þá enginn undan sekur.
7. Hverju skal ég sjálfur svara,
sekur maður, hvert skal fara,
sýkn og hreinn ef sig má vara?
8. Ógnarvaldur himins halla!
hjálpráð gefins þeim er falla, –
náðarlind til lífs mig kalla!
9. Minna vegna bönd þig bundu,
blíði Jesú, kvöl þá mundu,
Drottinn minn á dómsins stundu!
10. Þú, sem réðst mín þreyttur leita,
þoldir kross og nauðasveita,
ó, þú mátt um náð ei neita!
11. Þú sem allt munt endurgjalda,
upp gef þú mér sekt margfalda,
fyr en dóminn ferð að halda!
12. Sjá, ég stúrinn styn í hljóði,
stórsyndarinn þungum móði:
Miskunna þú mér, Guð minn góði!
13. Þú, sem móður þjáða reistir,
þú, sem ránsmann píndan leystir;
þér um eilífð önd mín treystir.

Tómas af Celano
Matthías Jochumsson