Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Lýðskrum, rógur, last og Gróusögur,
ekkert hamlar útsölu
og allt á gamla verðinu.
Ísleifur Gíslason

Bragarháttur af handahófi

(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Dæmi: Á vitjunardag Máríu
Evangelíum Lúk. j (39–56)
Með lag: Adams barn, synd þín svo var stór
1. Uppstóð Máría eftir það
engillinn veik frá henni í stað;
til fjallbyggða sér flýtti.
Í borg Júða ferðaðist fús,
fróm gekk í Sakaríi hús;
kærlegri kveðju býtti
ættkonu sinni Elísabet
og svo skeði það barnið lét
hrærast í hennar lífi.
Elísabet upp hóf sín hljóð
því heilags anda samvist góð
efldi þau orð með prýði.
2. Elísabet svo sagði þá:
Sæl og blessuð mey Máríá
heims meðal heiðurs kvenna.
Ávöxtur lífs þíns blóma ber,
blessaður umfram alla er;
hvar fékk eg heiður þenna
að guðsgetaran gekk til mín,
gladdist mitt barn við kveðju þín,
dýrlega Drottins móðir.
Öll munu fyllast orð og heit
er þér herrann kunngjöra lét;
sæl ertu sem þeim trúðir.
3. Og Máría þá sagði svá:
Sála mín prísar mest sem má
herra Guð hátt á jörðu.
Einninn gleður sig andi minn
af þeim krafti eg með mér finn
sem heilsugjafarinn gjörði;
mig auðvirðilega á leit hann,
einn og sérhvör því hrósa kann
heill minni heims með þjóðum;
sannar dásemdir sýndi mér
sá Guð, hvörs nafn að heilagt er,
heiðrað af hjartagóðum.
4. Hans hjartagæska mun haldast við
hvörn eftir annan ættarlið,
honum ef hlýðni veita.
Með styrkvum arm við öflugan mátt
ofstopamönnum dreifði þrátt,
hugsuðu hefðar leita.
Dramblátum steypti stóli af,
í staðinn ljúfum uppreist gaf,
minntist á miskunn sína,
fyllandi allt það forðum hét
feðrum vorum, þar Abrahams get,
við ætt hans ei lét dvína
5. mannkostu þá sem Máríá,
mjúklunduð, hafði stundað á
virstu mér herra að veita;
eins líka sem Elísabet
Jesú, Guðs syni, fagnað lét,
gef mér lausnarans leita,
hrósa og fagna heillum þeim,
hann var maður borinn í heim
sinn lýð af syndum leysa;
nær sem eg brýt þá njóti eg hans,
náðugi Guð, míns hjálparmanns;
virstu mig við að reisa.
Vísan
1. Máría auðmjúk æru
Elísabet vill veitta,
glöð af Gabríels kveðju,
gengur fjallaveg lengra,
finnur og heilsar henni,
há stórmerki verkast:
Fóstrið fagnar Kristi,
fylldust báðar Guðs mildi.
2. Jesús enn auglýsir
æðsta náð við þær báðar,
frændkonur tvær ljúflyndar,
lítillætis hann gætir.
Gefi oss alla ævi,
einn Guð fyrr og seinna,
að vér hæst í heiðri
höfum auðmýkt til dauða.

Einar Sigurðsson í Eydölum