Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
1085 bragarhættir
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Það er sagt um Þórð á Laug
og Þrúði fræningsveggja
að sé slakt á ekta-taug
orðið milli beggja.

Unir Þórður einn við ból
afbragðssmiður ríkur:
Hans er borða- horfin -sól
heim til Ólafsvíkur.
Höfundur ókunnur

Bragarháttur af handahófi

o
o
o
o
o
o
o
o
Dæmi: Á vegum úti
Þeir verða hinir göngumóðu gestir,
sem gáfu allt og festa hvergi rætur,
og reikulir í ráði þykja flestir,
sem reisa tjaldið sitt til einnar nætur.
En hugsjón er við hjarta þeirra alin
og himinborin þrá, sem öllum bjargar.
Um þá sem féllu friðlausir í valinn
kann fjöldi barna hetjusögur margar.
Þeir brjótast móti byljum místingsköldum,
um byggð og fjöll sem ennþá halda velli.
Þeir rekja spor frá löngu liðnum öldum
og leita að Sesam – gullsins týnda helli.
Þeir fórna öllu, fara milli landa,
og fæstir vita hvar þeir manninn ala.
Þeir leggja á vaðlaus vötn og eyðisanda
í von um það – að heyra Sfinxinn tala.
Þeir boða líf og upphaf nýrrar aldar,
og óska margs sem lög og venjur banna.
Þeim eru mörgum valdar kveðjur kaldar,
sem kveljast mest – af ást til guðs og manna.
Þeir verða gestir, eirðarlausir andar.
Um allar jarðir liggja þeirra vegir,
en sporin felur fönn og eyðisandar.
Af ferðum þeirra, margra, ekkert segir ...
Sesam er týndur, Sfinxinn þegir.

Davíð Stefánsson