Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Þó að leiðin virðist vönd
vertu aldrei hryggur;
það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur.
Jón Sigfússon Bergmann

Bragarháttur af handahófi

o
o
o
o
o
o
Dæmi: Þjóðhátíðarsöngur á Þingvelli (1874)
Nú roðar á Þingvalla-fjöllin fríð
að fullnuðum þúsund árum.
Þau fagnandi benda þeim frjálsa lýð,
sem flykkist á hraunkletta bárum,
til himinskýja nú hljómi vor óður
frá hjartastað vorrar öldruðu móður.
Þér, ljóskrýndu hnjúkar og leitin blá,
þú, Lögberg og þingflötin kæra,
þú, Ármannsfell, Skjaldbreið og Almannagjá
með iðunnar hvítfossinn skæra,
og hraun og standberg með helgum vættum
sem heyra vorn söng fyrir steinagættum.
Þér munið fræga frelsisins öld,
hve fögur var gullaldar stundin,
þá sól skein á stálklædda feðranna fjöld
og frjálsbornu, svanhvítu sprundin,
þá lífið svall alfrjálst með æskunnar blóði
af ástum, drengskap og hetjumóði.
Við bergmál frá dáinna dýrðarheim
nú dynjandi strengirnir titra
í íslenskum hjörtum og hreyfa með eim
oss huggleði sæta og bitra.
Vor augun myrkvast af móðgum tárum.
Ó, manna þig, Ísland, og rís með árum!
Sá staðurinn, sem vér á stöndum, er vor,
hér streymir andinn hinn forni;
hér vængina reynir vort þjóðhuga þor
á þúsund áranna morgni,
sem haukur ungur frá hamra strindi
hefja vill flug yfir jökultindi.
Vér heitum að efla þinn orðstír og hag –
vér elskum svo landið vort kalda
sem gaf oss lífsins hinn ljósa dag
og líkblæjum vorum skal falda;
Það er of gott til hins auma og lága,
ei of veikt til hins göfga og háa.
Guð styrki hvern frækinn og frjálsan mann
sem framför sannasta þekkir,
sem landslýðinn bætir og berst fyrir hann
uns bresta þeir síðustu hlekkir;
svo náum vér fornaldar helguðu hrósi
í himnesku frelsis og sannleiks ljósi.
Nú bergmálið, fjöll! Vorrar vonar klið
með vaxandi fagnaðar gengi
og knýið þér fossar við klettanna rið
á kólguflóðs raddþunga strengi;
við endrhljóm vorra hamrasala
vér heimtum vort þjóðlíf úr neyðardvala.

Steingrímur Thorsteinsson