Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Skekja landið skjálftakraftar duldir,
skelfingin er ekkert hérumbil.
Unga fólkið fær að greiða skuldir
sem flottræflarnir hafa stofnað til.
Hafsteinn Stefánsson

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Gæskuríkasti græðari minn
Gæskuríkasti græðari minn,
gef mér í hjartað andann þinn,
kveik þar inn logandi ljóma.
Skilningarvitin skörp gjör mín
skær so eg kunni orðin þín
læra, lesa og róma.
Ó, Guð, ó, Guð!
græð mig spilltan,
vegi á villtan
veraldar ranna.
Léna mér aumum þitt ljósið sanna.
2. Æ, hvað náttúran öll er spillt,
af Guðs *vegi gengur villt.
Valda því veraldar klækir.
Sál og líkami lamdur er,
lemstur myrkranna holdið sker,
mótlætið margt ásækir.
Holds stríð hvörn tíð
metnaðar þorsti
leti og losti
ljóst með æði
drambsemi, *ágirnd og öfund bæði.
3. Þessar dauðlegar syndir sjö
satan hefur í kristninne
*Guðsbörn að myrða og meiða,
lemstrum so verði sálin særð
sækir eftir með allri flærð
hana að drepa og deyða.
Guðsmynd, mannkind,
argur villir,
akri spillir,
ávöxt krefur.
Um einn tíma hann aldrei sefur.
*4. Holdið andanum æsist mót,
upptendrast þar með syndin ljót,
Guðs reiði, glötun og pína.
Dauðinn er hvern dag hálsi á,
helvítið hugskotsaugun sjá.
Satan vill sálu týna.
Aví! Aví!
Lögmál hræðir,
hrelling mæðir
hjartað kramda.
Samvisku ber eg því sára og lamda.
5. Auví, minn Guð, hvað aumur eg er,
auví, mitt hjartað sárt það sker,
gjörði eg þitt boð að brjóta
og er þess verður að önd og sál
í óslökkvandi kastist bál
fyrir so lesti ljóta.
Ó, Guð, ó, Guð,
eg finn ei hæli
heims um bæli,
herrann góði,
utan þín helgan mitt hjartað rjóði.
*6. Með frægri Maríu eg falla vil
fóta þinna, ó, Jesú til,
væta þær vel með tárum.
Smyrsl lítil eg í buðki ber,
blessaður, lát mig fætur þér
þurrka með höfuðhárum.
Ó, Guð! Ó, Guð!
Í vonsku hinn mesti,
villtur versti,
vesæll úr máta.
Sjá, fyrir þér, eg syndir játa.
*7. Kanversku því með konunni hér
eg kalla, ó, Jesú! hjálpa mér.
Still þú, Guð, stóra reiði.
Djöfull ásækir daglega mig,
ó, drottinn góður, eg beiði þig:
sjá til hann sál ei deyði.
Eg bið fá frið.
Sleginn kaunum,
sár af raunum
og syndafúa,
hrópa eg til þín holds í lúa.
*8. Yrða eg hundur í húsi þín
hjálp fengi nóga öndin mín,
kviknaði hennar kæti
tína so mætti mola smá,
minn Jesú, er þínu borði frá
fallið á gólf sem gæti.
Æ, vei! Æ, vei!
Aumt er kífið,
eilíft lífið
af sér brjóta.
Minn Jesú, lát mig það, ljúfur, hljóta.
*9. Ræninginn annar iðran fékk
er með Jesú á krossi hékk,
sinn þegar sá hann dauða.
Drottinn, sagði hann, minnstu mín,
miskunnsamur í ríki þín,
víst er eg verður nauða.
Því með þýtt geð
honum að bragði
sór og sagði,
son Guðs fríði:
Í dag skaltu *vera með mér í dýrðarprýði.
*10. Sankti Pétur fékk sára neyð,
sór hann þrisvar með dýrum eið
það Jesúm þekkti hann eigi.
Í salnum á hann sorgin beit
sjálfur Jesús þá til hans leit,
iðraðist á þeim degi.
Abba! Abba!
Ó, hvað fleira
og ótal meira
í synd og blóti,
himneski, brýt eg þér, herra, á móti.
11. Eg er nú, Drottinn, sauðurinn sá
sem hjörðu þinni villtist frá
undir kverk úlfsins stríða.
Herra, kom nú til hjálpar mér,
á herðar tak mig auman og ber
í sauðaflokkinn fríða.
Ástkær, hug hrær,
sárin vefðu,
svaladrykk gefðu
sálu minni.
Ádreif mitt hjarta með elsku þinni.
12. Samlíkist eg þeim sára mann
sem frá Jerúsalem ferðast vann.
Er það nú eilíf sæla.
Til Jeríkó hans leiðin lá,
líf þetta aumt so nefnast má
hvar að er kvöl og kæla.
Eins stríð eg líð.
Djöflar særa,
af fötum færa
og frekt mig hryggja.
Hálfdauður eftir eg hlýt að liggja.
*13. Prestur, levíti leið fór þá,
lömuðum fram þeir gengu hjá
hönum so hjálp ei sýni.
Samverskur einn hann síðast fann,
sárin um batt, í hellti hann
viðsmjöri og so víni.
Eia! Eia!
Það ertu Kristur
á krossi nistur,
kóngurinn góði
er græðir mig auman guðspjallshljóði.
*14. Sveima eg enn þá sorgarslóð,
sútum hlaðinn og raunamóð.
Mótkast vill margt á stríða.
Samviskan hefur hvergi frið,
hrópar forgefins granna lið.
Stundir fram lífs þó líða.
Margt víst mót brýst.
Heimur ærir,
syndin særir,
satan blindar.
Óstöðugt holdið hann afmyndar.
15. Sendur í holdið son Guðs var,
sínum á herðum krossinn bar,
kvöl leið og dapran dauða.
Þvoði af mínum syndaserk
sauruga hugsun, orð og verk
blessað hans blóðið rauða.
Hrjáður, smáður
hann var af heimi,
sinnti ei seimi,
satan sneypti.
Með sinni *pín mér sælu keypti.
16. Glataði son eg, Guð minn, er,
góss það eð besta fékkstu mér.
Svallaði eg út þeim auði.
Eilífa sælu eg af mér braut,
eta *því draf með svínum *hlaut.
Bjargþrota er eg af brauði.
Sárt stríð, svengd líð.
Hlýt því neyddur
af hungri deyddur
herrans leita.
Aumur so tala með iðran heita.
17. Syndgað hef eg í himin* há,
heita ei lengur son þinn má.
Leiguþræl lát mig vera.
Það sem eg veit að vilji er þinn
að vísu, hjartans *faðirinn minn,
fús og glaður skal gjöra.
Heyr nú, hug snú:
Gef mér klæði,
gullhring bæði
og gleði nóga.
Kyss mig auman og kálfi lóga.
18. Týndan fundinn ei forsmá þú,
flý eg úr útlegð til þín nú,
ástar faðirinn fríði.
Dauðan við réttu, drottinn, mig
daglega þó eg móðgi þig
í þessu þrauta stríði.
Græð nauð, gef brauð.
Lát mig týna
lífsstund mína
lasta æði.
Bú mig með fögru *brauðlaups klæði.
19. Gleð þig, mín sál, og gjör þér kátt.
Guð hefur okkur tekið í sátt
fyrir *sinn soninn sæta.
Hann með blessuðu blóði sín
borgað hefur þig, sála mín.
Þar skaltu glöggt að gæta.
Jesús, Jesús
var því naktur,
hrjáður, hraktur,
hræktur, píndur,
þaninn á kross og þyrni krýndur.
*20. Guði sé lof fyrir ljósið sitt,
lifir mín sál við orðið þitt,
ástar faðirinn fríði.
Hvað skal eg gjöra með heimsins auð?
Hafi líkaminn daglegt brauð,
úti er allur kvíði.
Eia! Eia!
Því em glaður
að Guð og maður
græddi vanda.
Nú kann satan ei sálu granda.
21. Seg því lof drottni sætt með hljóð,
syng hönum lofið, önd mín góð,
með sannri sigurkæti.
Hósanna! þú ert klár og kvitt,
kom þú nú sæll í *hjartað mitt,
Jehóva, son Guðs sæti.
Eia! eia!
Lofi þig glaður
lífs hvör maður,
lausnarinn fríði,
loftin gjörvöll og landsins prýði.
22. Æ, hvað frábær mun eilíf dýrð.
Englar syngja og drottins hirð
af sonarins sigri stórum.
Guðs börn því syngja Gloríá
með glaðværustu *musicá.
Lof sé lausnara vórum.
Eia! eia!
Sæla er fengin,
sorg burt gengin,
satt skal mæla:
Yfir oss dynur eilíf sæla.
23. Ó, herra Jesú, eg bið þig,
ó, Jesú Guðs son, vernda mig
grimmum *við glæpa eimi.
Send þú mér aumum anda þinn
eg so að flýi, drottinn minn,
djöful, synd, hold og heiminn.
Amen, amen.
Hljóðið klyngi,
hjartað syngi
*hæst lof drottni
ævinlega so aldrei þrotni.

Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld