Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Allir hljóta, unga mey,
angursbót að finna
við að njóta í vorsins þey
vinarhóta þinna.
Bjarni Gíslason

Bragarháttur af handahófi

o
o
o
o
o
o
o
o
Dæmi: Glámsaugun
Hann hóf upp saxið, en hæfði ei neinn
af hopandi Þorbjarnar sveinum.
Í orustum hafði hann aldrei misst
svo ákosinn höggstað á neinum –
Hann hóf upp saxið með hinsta þrótt
og hné upp að rúmstuðli næsta
í örends manns stelling og starði út í horn
með stálhönd að skeftinu læsta.
2. Þeim fannst um þann röskleik sem rétti þar fram
á rúmstokkinn armana digra.
Sjálft ólánið tók það nær tuttugu ár
þá tápmiklu handleggi að sigra.
Og sterklegt var fangið sem strauminn klauf fyrr
í strengjum og leysingajökum,
og enn voru þreklegar axlirnar hans
sem orkuðu steinþyngstu tökum.
3. Um ennið hans mannvit og athugun skein,
ó andagift sú væri að farast
sem vissi og skildi, að lífshætta lá
á leið sinni en kunni ekki að varast.
Og enn var sem hljómuðu hyggjudjúp svör
og hæðnin frá snjallyrtum munni
sem spottast að ofsókn og yrkja í tráss
við útlegð og forlögin kunni.
4. En fast hafði kreppt að hans fádæma kraft,
í fleti á hnjánum hann varðist
og dauðvona um útlegðar dægur sitt eitt
hann deildi við fjöldann og barðist –
til falls hans var liðsmunur einhlítur ei,
til úrslits kom helfarar sóttin.
Og fjandmanna vopnin hann hafði ekki hræðst,
hans hugraun var myrkrið og nóttin.
5. Og höggsins hann missti það síðasta sinn
er saxinu mundaði hörðu,
úr horninu dimma því draugsaugu Gláms
úr dauðanum við honum störðu.
Svo myrkrinu og ljósinu lémagna úr
hann leið út af. – Nú var hann stiginn
úr sektum við lífið í sættir við hel,
um síðir. – Hann Grettir var hniginn.
6. Þau Glámsaugun eltu sem ógæfan hann
um útlegð, um sektir, um harma,
frá skammdegis lágnætur hólmgöngu hans
við hjátrúar meinvættinn arma.
Svo örðugt varð honum það einvígið grimmt,
að aflið sitt hálft lét að veði.
Hann sigraði nauðlega, sæmdinni hélt,
en seldi þar mannlán og gleði.
7. Og þaðan af kveldrökkrin hvesstu á hann
Þau kynlegu Glámsaugun stóru,
því reimleiki aldar hans að honum fór,
það illfylgjur tímanna vóru.
Úr griðlausri ævi þau gríndu á hann
og gægðust úr dauðanum köldum.
Þau stara úr svartnætti sögunnar enn
þó sé hann nú lík fyrir öldum.
8. En bjart er um frægð hans og íþróttir enn.
Er íslensku mannsefnin þroskast,
sem ætla sér víðfrægð og vona sér þess
að vinna það allt sem er horskast,
úr sögunum eldgömlu ósagt ef þú
um afreksmanns dæmið þá fréttir:
„Mér hugnast að verða eins hraustur og stór
og hygginn og djarfur sem Grettir.“
9. – Þú fulltíða maður, er hefur sem hann
mætt húmseturs draugunum fölum
í eðli þín sjálfs, eða utan úr heim,
og átt við þá, sigrað með kvölum,
hvort sérðu ei stundum, er situr þú einn
og sólin er runnin af glugga
en veður í skýjum ið tómláta tungl,
sem tindri í glámeyga skugga?

Stephan G. Stephansson