Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
1085 bragarhættir
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Finni hönd mín hlýjan yl
hörðum lífs í byljum
sendir hún þúsund þakkir til
Þóreyjar á Giljum.
Tryggvi Hjörleifsson Kvaran

Bragarháttur af handahófi

(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Dæmi: Daginn lengir
Það fer ekki hjá því að daginn lengir og lengir.
Látlaust meira og meira að skuggunum þrengir.
Þeir hnipra sig saman og atyrða alamanakið
eins og við er að búast.
Og jörðin er alltaf að hverfast um sólina sína
og seinast finnur hún ljósið á andlit sér skína.
Þá hallar hún sér i himneskri gleði á bakið
og hættir alveg að snúast.
En fyrst að þú, Drottinn, lætur ljósið þitt skína
og lengir daginn fyrir þá vini þína
sem hafa yfirleitt ekkert við tímann að gera
annað en bara að vinna,
og úr því þú hefur af nægum tíma að taka
en til eru hinsvegar menn, sem þurfa að vaka,
þá ættirðu lika að lofa nóttinni að vera
og lengja’ hana helst ekki minna.

Tómas Guðmundsson