Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Brosa hlíðar, hólar, börð,
heftist kvíði manna.
Lít ég skríðast Skagafjörð
skikkju blíðviðranna.
Stefán Vagnsson

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Ragna Tuliníus
Ertu dáin, unga silkilín?
Eru slokknuð fögru ljósin þín?
Ýfast sollnu sárin,
sorgar vakna tárin.
Kveð mér huggun, harpan gamla mín.
2. Horfin, farin, ung og ástúðleg?
Einnig gengin sama dimma veg.
Fórstu að finna mínar,
félagssystur þínar,
hjartarósir þær sem þrái ég?
3. Enga betri áttu vinu þær,
andans snilld þér fylgdi nær og fjær.
Ást og yndi bragna
öllum varstu, Ragna.
Ungra meyja unaðsperla skær.
4. Við, sem grátum okkar ungu blóm,
æðrumst ei við lífsins skapadóm.
Hvað er heimsins glaumur?
Hvað er lífs vors draumur?
Misskilningur mest og glys og gróm.
5. Er ei víst að, að líf og ljós er til,
líf og ljós sem ekki er töfraspil?
Upp til hæstu hæða
hér er sorg og mæða.
Þar er sífelld sól með elsku yl.
6. Líf er breyting, þróun öld og ár,
eilíft líf sem græðir mein og sár.
Vetur lífs vors líður,
ljúfa vorið bíður,
hverja lilju lífga nætur-tár.
7. Ragna, Ragna, ber þú heilsan heim,
hjartanlega kveðju öllum þeim
sem með ljúfu lyndi
líkn þú varst og yndi.
Svíf svo heil og sæl um Guðs þíns geim.

Matthías Jochumsson