Íslenska


Nynorsk


Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína eða notkun þeirra, hvorki beint né fyrir milligöngu þriðja aðila.
Vefkökur (cookies) eru ekki notaðar nema til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Nýskráð

[Breytingar í vinnslu]

Vísa af handahófi

Hrakta þegninn húsi í
hressti veittur beini þar.
Vaktist fegnum hugsun hlý,
hvíldin þreyttum sælust var.

Sveinbjörn Beinteinsson

Bragarháttur af handahófi

Dæmi: Króka-Refs rímur – Sjöunda ríma
Þrennar tvær eg taldi nær
tregur úr sagnar bási.
Svinn og kœr hin siðuga mœr
sjöunda vill að rási.
 
2. Óbreytt lag við orða slag
er mér hent að sýna.
Mjúkan brag og mærðar hag
mælsku brestur fína.
 
3. Hyggjan kát og hœfilát
hýra skemmtan tjáði.
Rauna mát þá gefur að gát,
gamanið þverra náði.
 
4. Hryggðar korg um hugarins torg
hulinn löngum geymdi.
Lœstist sorg í blíðu borg,
bragarins föngum gleymdi.
 
5. Mótgangs tíð er mörgum stríð,
þá maður skal raunum gegna,
lundin þýð við ljóðasmíð
litlu kann að megna.
 
6. Sorgin há þegar sœkir á,
þó sé hún þung að bera,
ekki má í eymd og þrá
of mjög hryggur vera.
 
7. Það er rœtt, að þögn sé hætt
þjáðum lengi að halda.
Af þönkum mœtt kann þelið hrœtt
þjáning stœrri valda.
 
8. Sorgar mátt úr sinnu gátt
senn er best að rýma,
við bragarins þátt, þó byrji smátt,
bölsins stytta tíma.
 
9. Hrindum móð úr hyggju slóð,
hringa eikin skæra.
Oddhent Ijóð, hið unga fljóð,
œtla eg þér að fœra.
 
-8-

Hallgrímur Pétursson

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.