Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
1085 bragarhættir
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Bragnar tvennir tíu fljótt
traustum renna stíginn ótt
fákum þrennum því að skjótt
þreytu-sennu drýgist gnótt.
Sveinbjörn Beinteinsson

Bragarháttur af handahófi

o
o
o
o
o
o
Dæmi: Ég kom og kastaði rósum
Ég kom og kastaði rósum
í kvöld inn um gluggann þinn.
Ég hafði áður við angan þeirra
ort til þín fegursta sönginn minn
og leitt þig sem drottningu er dagur leið
í draums mín helgidóm inn.
Nú hvíla rósirnar hvítu
hægan við brjósts þíns mjöll.
Og þig fer að dreyma. Við svana söngva
sál þín líður um kvöldblá fjöll
þangað sem rís yfir rauðan skóg
riddarans tigna höll.
Þú brosir, hann ber af þeim öllum.
Nú bíður hann eftir þér.
Þú veist að um höllina líða ljóð
sem hann leikur inn þegar kvölda fer,
og öll hans gleði, han ást og þrá,
í ómunum vaggar sér.
– – –
Þú vaknar. Vorsólin ljúfa
á vegginn þinn ljóma slær.
Við brjóst þitt rósirnar anga enn
en aldrei þú veist hver sendi þér þær.
Þú brosi aðeins, því allt er þitt
sem elskar, fagnar og hlær.

Tómas Guðmundsson