Söfn

Íslenska
Bragi
2520 ljóð, 1813 lausavísur
Kópavogur
2 ljóð, 14 lausavísur
Mosfells­bær
45 ljóð, 89 lausavísur
Borgar­fjörður
13 ljóð, 122 lausavísur
Dalasýsla
1 ljóð, 3 lausavísur
Húnaflói
725 ljóð, 5807 lausavísur
Skaga­­fjörður
26 ljóð, 17556 lausavísur
Haraldur (Svarfdælir)
334 ljóð, 311 lausavísur
Þingeyjar­­sýslur
4 lausavísur
Árnes­sýsla
71 ljóð, 901 lausavísa
Vestmanna­eyjar
2 ljóð, 26 lausavísur
Nynorsk
Skalde-Brage
103 ljóð, 17 lausavísur
Esperanto
Poetika retejo
284 ljóð, 19 lausavísur

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

1085 bragarhættir
2520 ljóð
1813 lausavísur
615 höfundar
561 heimild

Bragi

Útgefandi:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Faglegur bakhjarl:
Óðfræðifélagið Boðn.

Ritstjóri:
Kristján Eiríksson.

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Hve við sorglaust sjafnarkvæði
saman áttum þrátt.
Hef ég líka forna fræði
fært í háttaþátt.
Sveinbjörn Beinteinsson

Bragarháttur af handahófi

o
o
o
o
o
o
o
o
Dæmi: Hann bíður þín
Nú birtir yfir bláum austurfjöllum,
og blómin glitra um dal og hól.
Það fer að rjúka á bændabýlum öllum,
og byggðir ljóma í morgunsól.
Í grænu lyngi lindir bláar hjala,
en laufin skjálfa í mjúkum sunnanblæ,
og nú er sól og söngur fram til dala
og sumargleði í hverjum bæ.
Ef þú vilt gleyma gömlum vetrarhörmum,
þá gistu dalinn, bróðir minn.
Hann vefur um þig mjúkum móðurörmum
og mildar huga þinn.
Hann hvíslar að þér ljúflingslögum sínum
og lætur ilminn streyma að vitum þér.
Hann hvílir þig og vaggar vonum þínum
og vermir þig í skauti sér.
Hann laugar þig í silfurtærum tjörnum
og töfrar þig við klett og hól.
Hann gerir hina gömlu og þreyttu að börnum,
sem gleðjast yfir dagsins sól.
Hann þrýstir kossi á kinn og varir þínar
og kennir þér að elska boðorð sín.
Hann leggur grös og græðijurtir sínar
við gömlu sárin þín.
Og þegar kvöldar, segir hann þér sögur
og syngur gömul vögguljóð.
Og sumarnóttin kemur kyrr og fögur
á hvítum vængjum, aftanrjóð.
Og dalurinn – hann brosir til þín, bróðir,
og brjóst hans anga af nýrri sigurvon.
Hann bíður þín; hann þráir eins og móðir
sitt þreytta barn – sinn týnda son.

Davíð Stefánsson