| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19


Tildrög

Sigurður Jónsson kaupmaður á Dalvík, var oft furðulega utan við sig. Kom oft fyrir að hann skildi við búðina galopna og mannlausa. Einnig kom fyrir að hann lokaði kyrfilega þegar hann fór út svo hvorki komst búðarstúlka hans út eða viðskiptavinir inn. Eitt sinn þegar þetta kom fyrir, gat stúlkan sem þá var, Þóra Sigurjónsdóttir, kallað í Egil Bjarnason, sem seinna varð bóksali í Reykjavík en átti þá heima á Dalvík, og beðið hann að finna Sigurð og biðja hann að opna. Egill varð við þeirri bón og fann Sigurð fljótlega og skilaði til hans boðunum með þessari ferskeytlu.
Búðarstúlkan blíðlynda
bíður í öngum sínum.
Þú átt að koma og opn´ana
með einkalykli þínum.