Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sótraftur og sóðabrók

Höfundur:Helgi Ingólfsson
Flokkur:Samstæður
Sótraftur og sóðabrók
sauður, spraðibassi
flautaþyrill, bleyða, blók
búri, svoli, hjassi.

Ómerkingur, api, grey
idjót, taglhnýtingur
merkikerti, montrass, svei
moðhaus, uppskafningur.

Heigull, lydda, gunga, gauð
garmur, raggeit, vingull
rola, bleyða, skræfa, skauð
skussi, kveif og dingull.