Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sýndu af þér rausn og rögg

Heimild:Faðir minn - læknirinn bls.152
Flokkur:Samstæður


Tildrög

Árni í Múla hafði gesti, Fjallamenn, en varð uppiskroppa með vínföng og sendi til Ingólfs læknis, vísu á miða og fékk úrlausn og aðra vísu.
Sýndu af þér rausn og rögg
svo raun og kvíði sjatni.
Sendu okkur litla lögg
af lífsins tæra vatni. ÁJ

Hér er dropi af lífsins lind
sem laugar, þvær og baðar.
Þótt þú drýgir synd og synd
sér þess hvergi staðar. IG