Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.
Innra hreif mig úthafsþrá
olli stundarskærum
þó varð brátt að búast frá
bernsku landamærum.

Undrasterk en hulin hönd
hug minn náði vinna
dró mig út í draumalönd
djarfra vona minna.

Gegnum báru bólgin sköll
byrsins hef eg notið
yfir brim og boðaföll
báturinn hefur flotið.

Brigðul var þá vonin mér
– varir það lengst í minni –
er eg beið við skugga sker
skipbrot einu sinni.

Þó að dofni leiðarljós
líka halli degi
enn er bjart um boða og ós
brim mig hrellir eigi.

Uns að síðast er ég mát
aldan faldinn brýtur
sigli eg mínum brotna bát
byrinn varla þrýtur.

Drottinn þína signi sæng
– sem eg bið af hjarta –
hljóttu undir engla væng
aftanskinið bjarta.