| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Þegar ég heyrði þinglokin

Bls.406


Tildrög

Magnús var yngsta barn sr. Matthíasar. Það var haft fyrir satt á Akureyri að Magnús hefði átt það til sem strákpjakkur, þegar hann var sex, sjö ára gamall, að standa upp á skúr sem stóð við hús fjölskyldunnar á Sigurhæðum þar í bæ og míga yfir þá sem framhjá gengu.
Drengurinn var auðvitað hundskammaður fyrir uppátækið. En einmitt um sama leyti átti sr. Matthías í miklum útistöðum bæði við bæjaryfirvöld og söfnuð sinn, að ógleymdum biskupi landsins. Því var það þegar skáldinu sinnaðist eitt sinn við þingmenn vegna þess að hann fékk ekki skáldalaun, að séra Matthías orti vísuna.
Þegar ég heyrði þinglokin
þá hljóp í mig gikkurinn.
Ég sagði þá við hann Manga minn:
„Mígðu nú yfir söfnuðinn!“