| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Hekla gýs úr heitum hvofti

Bls.157


Tildrög

Sumarið 1845 var var Pálína kaupakona í Syðra-Langholti hjá Andrési bónda Magnússyni, föður Magnúsar á Gilsbakka. Hann var skáld gott, lipurmenni og gleðimaður en þó stilltur vel. Kastaði hann stundum fram vísu. Það gerði Pálína líka og varð af því góð skemmtun. Þetta sumar gaus Hekla. Þá var það einn dag sem oftar að fólkið var á engjum og sá á gosið. Þá bað Andrés Pálínu að kveða vísu um Heklu. Hún segir að þau skuli þá kveða sína vísuna hvort um hana. Hann játaði því og kom með sína vísu eftir hennar.
Hekla, jökla haldin mest
hagnað bragna fær nú lest:
Eitri spýtir út um sveitir.
Óðum skæða magnar pest.
Himinn naumast heiður sést.
Hylur sólu mistur verst.
Funaginið  dunar, drynur
drepa skapið hótar flest.
Hekla gýs úr heitum hvofti´
háir rísa mökkvar –
eldi frísar langt í loft
láð um Ísa rökkvar.