| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Ólafur karlinn aumi

Heimild:Handrit BJ


Um heimild

Handrit Jónasar Illugasonar
Héraðsskjalasafn A-Hún - BJ Blöndudalshólum 10.075


Tildrög

Ólafur Pálsson f. um1794 bjó í Eiríksstaðakoti og Leifsstöðum, var hraustmenni hið mesta sem þeir frændur fleiri en ekki áhugasamur til vinnu. Voru slök vinnubrögð hans stundum höfð í flimtingum og er sagt að Jakob Benjamínsson, síðar bóndi í Syðra-Tungukoti/Brúarhlíð hafi með tilstyrk annarra vinnusveina Einars bónda Hannessonar á Skeggsstöðum sett saman kviðlinginn þá Ólafur gekk að slætti á sunnudagsmorgni og baksaði mjög.

Skýringar

Vísurnar eru einnig á Árnesingavef með orðamun en höfundarlausar.
Ólafur karlinn aumi
út er gengin að slá.
Í veraldar vonsku glaumi
velkist hann fuglinn sá.

Höggið mjög hátt kann reiða
heyið fellur á grund.
Allt saman upp mun keyra
öðru megin á hund.