Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kætir mig þú komst að sjá


Tildrög

Einar Sæmundsson kom að Garði og kvað:
Þá er ég kominn Þura mín!
að þínum ranni.
Þrjátíu ár ég þráði fundinn
þó ég væri annarri bundinn.

Þura sendi ES vísur sínar nokkru síðar.
1.
Kætir mig þú komst að sjá
kvenna- og sveitarprýði.
Nú er lokið þeirri þrá
og þrjátíu´ ára stríði.
2.
Þótt ég sé fræg í minni mennt
margt hefir öfugt gengið.
Sagt er að heimti þráin þrennt
þegar eitt er fengið.
3.
Augun tollfrí, andinn frjáls og engum bundinn
Við skulum tigna Björk og Braga
bjartar nætur, langa daga.