| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Þakka þér fyrir þeytispjöldin vinur

Bls.208
Flokkur:Samstæður

Skýringar

Útg. Vilhj. Þ. Gíslason skrifar: Þorsteinn hugsaði ekki einungis um skáldskap sinn til skjóls í hreggi stjórnmálanna, heldur hugsar hann líka um söguna og fór til Ameríku til fornleifarannsókna með dr. Valtý Guðmundssyni. Hann minnist bókmenntasögu Finns vinar síns(Jónssonar prófessors). Það er þetta sama haust, í september, sem hann sendir Finni vísuna, sem alkunn er úr Þyrnum, en vísurnar í bréfinu eru reyndar þrjár og víkja að þessu um skáldskapinn, söguna og pólitíkina.
Þakka þér fyrir þeytispjöldin, vinur
þaðan kom mér þýður blær
þessi sem er alltaf kær.

Þakka þér líka þína sögu, Finnur
þar hefur ennþá íslensk hönd
orpið bjarma á Norðurlönd.

Ekkert blettar okkar vinarhendur
Saga er nett og sápurík
sjái þar blett af pólitík.