| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19
Flokkur:Samstæður

Skýringar

Höfundur heimildar, Páll Sigurðsson, segir frá Sæluviku á Sauðárkróki og segir að lokin:
Að vonum hafa skagfirskir hagyrðingar ekki látið sitt eftir liggja á sæluviku, fyrr og síðar, og sem lítið sýnishorn þess, er þeir hafa lagt til mála, skulu ofangreindar vísur nefndar. 
Ekkert hik, á öllu kvik,
yfir lykur glaumur.
Sjafnar blik, á sumum „ryk“
sæluvikudraumur. HJ

Minnkar kvik á mönnum hér.
Mærðar hikast rómur.
Sæluvika enduð er.
Ástarbikar tómur. FH

Um Sæluviku segja má:
Sjafnarblik ei geiga.
Amorsbikar ýmsir þá
alveg hiklaust teyga. StH