Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Mörg hér klingir kappmæling

Skýringar

Guðmundur sendi Sæmundi vini sínum á Selströnd ljóðabréf og lofar hann og sveitunga hans en lýsir nokkuð á annan veg þeim hér austan flóans. Sig.Norland/Nokkrar ferðaminningar
Mörg hér klingir kappmæling
kaup eru slyng, en búsæld ring
trautt nær hingað, satt eg syng
Selstrendinga dugmenning.

Hér eru smáir hugþokkar
hér eru knáir montarar
hér eru þráir heimskingjar
hér eru fáir Sæmundar.

Þá ykkur hjá ég sat um sinn
svimaði fákænn hugur minn
því mér brá hve þjóðlundin
þekkti dável kærleikinn.