| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8844)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Oft með pyngju fer hann flott

Bls.101
Flokkur:Samstæður

Skýringar

Vísuna orti Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum í Eyjafirði, starfsmaður í Kaupfélagi Eyfirðinga vísuna um oflátung nokkurn, kynjaðan úr Þingeyjarþingi, 
Oft með pyngju fer hann flott
fljóðin syngur kringum
er með hringað uppbrett skott
arf frá Þingeyingum.


Svar frá Gísla Konráðssyni:
Þingeysk snilli og þelið gott
þarf ei tyllibóta
og láta illa lagað skott
lafa á milli fóta. GK


Athugagreinar

SigHalld. vísnasafnari Ak. skrifar Gesti Guðfinnssyni/vísnaþætti Alþbl.17/11 1968:
Rétt er það að maðurinn er ættaður úr Þingeyjarsýslu en ekki tel ég að hægt sé, að segja að hann sé mikill á lofti enda almennt talinn prúðmenni hið mesta. Ég hygg líka að Baldur hafi tekið þannig til orða af glettni við þáverandi starfsfélaga og kunningja því báðir unnu þeir hjá sama fyrirtæki. Maður þessi er Gísli Konráðsson skálds og fræðimanns Vilhjálmssonar frá Hafralæk í S-Þingeyjarsýslu.
Og Gísli svaraði vísunni, sjá þar.