| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Undrast þarft ei baugabrú

Bls.117-118
Flokkur:Samstæður


Tildrög

Höf., Guðmundur Guðlaugsson hefur þennan inngang að vísunum sem ortar voru eftir morðin á Illugastöðum: Meðan Agnes var á Stóru-Borg kom Vatnsenda-Rósa eitt sinn þangað og fundum þeirra Agnesar bar saman. Rósa leit alvarlegu, sakfellandi augnaráði á Agnesi, sem var þung á brún en efablandin í svip. Þessar tvær konur höfðu unnað sama manni. Önnur hafði fyrirgefið honum brigðmælgi hans, hin hafði hefnt sín, en báðar þessar konur kunnu að túlka tilfinningar í ljóði. 
Undrast þarft ei baugabrú
þó beiskrar kenni pínu:
Hefur burtu hrifsað þú
helft af lífi mínu.

Agnes svaraði:
Er mín klára ósk til þín
angurstárum bundin:
Ýfðu ei sárin sollnu mín
sólar báru hrundin.

Sorg ei minnar sálar herð!
Seka Drottinn náðar
af því Jesús eitt fyrir verð
okkur keypti báðar.