Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.
Þó mín gráni höfuðhár
held ég lítið saki
fjörutíu og fjögur ár
fyrst ég hef að baki.

Ég hef kannað kulda, yl
kólgu, grynningarnar.
Eru lífsins skúraskil
skráð á minningarnar.

Trúarblysin birtu á
bregða vonarspjöldin
þegar loksins lyftast frá
lífsins skuggatjöldin.