Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Andinn finnst mér yngjast þá

Flokkur:Samstæður

Skýringar

Á æskustöðvum
Andinn finnst mér yngjast þá
– allt sem kælir hlýnar –
þegar kominn er ég á
æskustöðvar mínar.

Óðum færist elli nær
æskutíðin dvínar
og til grunna ganga þær
gullnu vonir mínar.