| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Um hann Stíg á Akra eg syng

Bls.77
Flokkur:Samstæður

Skýringar

Hringhendur er heiti vísnanna sem eru alls átta. En engin þeirra er hringhend.
Um hann Stíg á Akra eg syng
aldrei þessu vanur.
Það á að gefa honum hring
úr hreinu gulli dýrmætt þing.

Mundi Austmann, mér er sagt
mest og best því réði
honum er flest til lista lagt.
Leiðréttu, ef ég fer með skakkt.

Mörgum finnst það fyrst í stað
furðulega skrýtið
hringinn fær hann – fyrir hvað?
Fáir held ég viti það.

Forðum heyrði ég spaka spá
spá að hann yrði hengdur
ólarhring um hálsinn á
honum margir vildu sjá.

Helsti margir hringinn þann
hafa án saka borið
flestir hafa fengið hann
fyrir að tala sannleikann.

Breyting mikil orðin er
ekki er því að leyna.
Gull á Stígi sómir sér
sæmilega, – trúðu mér.

Þenna landnáms- mæta -mann
menn á Akra blóta
eins og sjálfan andskotann
elska þeir og virða hann.

Hætt er við að heimurinn
hér um misjafnt dæmi.
Hræsnislaust um hringinn þinn
hef ég kveðið, Stígur minn.