| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19


Um heimild

Vísnaþáttur Dags 20/9 1985

Skýringar

Grímur mun hafa kveðið þessar vísur eftir að hann var fluttur til Akureyrar.
Daginn líður óðum á
okkar hallar göngu.
Austurfjöllin eru blá
orðin fyrir löngu.

Sit ég hér við gamla glóð
glæði fölan eldinn
yrki þar við logann ljóð
löngu vetrarkveldin.

Burt er þrekið besta senn.
Búið fátt í haginn.
Frumbýlingur er ég enn
eftir liðinn daginn.

Undan tekur, er mér þá
aflavonin þrotin.
Kippi naumast aftur á
árin mín er brotin.