Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Aðgangur varð æði stór

Höfundur:Höfundur ókunnur
Heimild:Eyfellskar sagnir bls.173-4
Flokkur:Samstæður

Skýringar

Runki varð saupsáttur við sjómann er Þórður hér, urðu sviptingar og tók Þórður upp hníf þegar hann hafði haft Runka undir. Þá voru þeir skildir. Vísurnar voru gerðar af þessu tilefni.
Aðgangur varð æði stór
undir gerði hlunka
Þórður klossi þegar fór
að þjarma að Bréfa-Runka.

Sá varð hræddur sitt um líf
sem að undir liggur.
Þórður klossi þreif upp hníf
og þegninn skera hyggur.